Sér er nú hver krónan

Punktar

Krónan er meginböl Íslendinga. Hún hrundi og er samt of hátt skráð. Halda verður uppi dýrum, gamaldags gjaldeyrishöftum til að hindra frekara fall. Af krónunnar völdum höfum við ekki lengur ráð á að fara til útlanda. Við höfum síður en áður efni á erlendum vörum, til dæmis bílum og matvælum. Verðmæti eigna okkar hefur hrunið í raunverulegum verðmætum og sumpart eru þær ekki lengur seljanlegar. Þetta kalla menn, að þjóðin hafi tekizt á við hrunið. Þetta kalla menn sigur efnahagsstefnunnar og stórsigur krónunnar. Hann felst í að gera fólk fátækt. Sér er nú hver sigurinn. Sér er nú hver krónan.