Lenti í hjartauppskurði og tilheyrandi gjörgæzlu og sjúkrahúsvist í fjórar vikur. Kom heim í dag í góðum bata. Sé, að ég á enn eftir að afla meiri orku til að geta skrifað greinar í mínum stíl, lausar við mjálm og væl. Því frestast um sinn, að ég hefji blogg og fésbók að nýju. Ég biðst afsökunar á þessu langa hléi. Huggun harmi gegn er, að fyrir horn slapp stóra bókin, Þúsund og ein þjóðleið. Það er nákvæm kortabók um fornar og nýjar göngu- og reiðleiðir landsins. Hún var komin í próförk, þegar mér var skutlað inn á skurðarborð. Hún verður þungavigtarbók, þyngsta bók næstu jóla.