Þótt ég sé andvígur mikilvægum atriðum í niðurstöðu stjórnlagaráðs, er ég hrifinn af vinnubrögðum þess og samstarfsvilja. Ekki er hægt að ætlast til, að samkomulag náist um annað en millivegi. Svona samstarfssinna vantar okkur á Alþingi, þar sem hvert fíflið gargar á annað. Legg til, að ráðið myndi stjórnmálaflokk með ný og nothæf vinnubrögð Alþingis á stefnuskrá. Ég mundi kjósa þann flokk, þótt ég sé andvígur tillögunni að stjórnarskrá. Ráðið lét lagatækna ginna sig til að setja inn loðna orðhengla á nokkra staði. Breytir því ekki, að stjórnlagaráðsfólkið er það, sem okkur vantar í pólitíkina.