Atvinnulíf getur aldrei byggzt á ríkinu. Frakkar komust fyrir löngu að raun um það. Samkomulag aðila vinnumarkaðarins um stórfelldar ríkisframkvæmdir eru bara piss í skó. Og hver á að borga brúsann, skattgreiðendur? Hvarvetna á Vesturlöndum byggist meiri atvinna á eflingu smæstu fyrirtækja, mest fyrir eigið fé. Fyrirtækja með færri en tíu starfsmenn. Hér eru einkum tækifæri í hugbúnaði og ferðaþjónustu. Bankar og ríki eiga að skapa jarðveg fyrir slík tækifæri þúsund smárra blóma. Hér er hægt að búa til þúsundir starfa, ef menn láta af hitlerskum hraðbrauta-draumum samtaka atvinnulífsins.