Í skoðanakönnunum þarf að taka þá með í reikninginn, sem neita að svara eða taka ekki afstöðu. Þannig reiknað styðja 29% spurðra engan af fjórflokknum. Búast má við, að pólitískar skoðanir þeirra séu ólíkar skoðunum hinna, sem styðja einhvern fjórflokkinn. Rétt reiknað er fylgi Sjálfstæðisflokksins bara 27%, Samfylkingarinnar 17%, Vinstri grænna 13% og Framsóknar 12%. Þetta eru lægri tölur en fjölmiðlar birta. Nóg er samt, að 27% kjósenda skuli enn styðja yfirlýstan sérhagsmunaflokk kvótagreifa, sem hrinti þjóðinni út í hrunið. Það bendir til, að eitthvað vanti í heilabú fjórða hvers Íslendings.