Undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hætti Samfylkingin að vera jafnaðarflokkur. Gerðist sjálfstæðisflokkur á miðjunni. Tók efnahagsstefnu Flokksins upp í heilum pakka. Græðgis- og útrásarstefnu, sem leiddi þjóðina í hrun. Enn eimir eftir af þessu. Að vísu er og verður formaður flokksins alltaf jafnaðarmaður, Jóhanna Sigurðardóttur. Þá er Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra líka jafnaðarmaður. Sýnir þá siðferðisreisn í sínum málum, sem Jóhanna hefur ekki orku til að veita stjórninni í heild. Um aðra ráðherra og flesta þingmenn Samfylkingarinnar er bezt að segja sem fæst.