Gott er, að Elín Jónsdóttir hætti sem forstjóri Bankasýslu ríkisins. Var kúlulánakerling úr bönkunum fyrir hrun. Hugsaði eins og hrunverji. Veitti bönkunum ekkert siðferðis-aðhald, ekki einu sinni þegar ríkið eitt átti bankana. Leit bara á sig sem stjórnarformann í eignarhaldsfélagi. Verndaði græðgishyggju bankageirans. Studdi ofurlaun bankastjóra. Nú heldur hún í grænni haga hjá fjármálastofnunum, sem hún átti að siðvæða, en gerði ekki. Því miður verður arftakinn eins, því að Þorsteinn Þorsteinsson, formaður Bankasýslunnar, er haldinn sömu órum. Dýrkeypt mistök fjármálaráðherrans.