Hvimleið er síbyljan um háa skatta á Íslandi. Þeir eru bara alls ekki háir. Í hópi 86 ríkja er Ísland í 76. sæti. Norðurlönd öll hafa hærri skatta en Ísland og Bretland hefur líka hærri skatta. Samt emja menn og veina, þegar skattar eru færðir nær því, sem tíðkast í umhverfinu. Með síbyljunni er hægt að fá fólk til að trúa lyginni, eins og á tíma þriðja ríkisins. Skattar á hátekjur og fjármagnstekjur eru sérstaklega mikilvægir, því að þeir stuðla að jöfnuði í samfélaginu. Skattar á benzíni eru of lágir hér landi. Lægri en í nágrannaríkjunum. Lægri en þeir voru árið 2007 hjá hrunstjórn Flokksins.