Vitfirringin í Seðlabankanum

Punktar

Stjórn Davíðs Oddssonar á Seðlabankanum er bezt lýst sem vitfirringu. Ári fyrir hrun átti hann að stöðva bankana. Láta þá fylgja reglum Seðlabankans um skuldsetningu og leggja á þá bindiskyldu. Í stað þess studdi Davíð græðgi bankanna. Hann afhenti þeim gjaldeyrissjóð þjóðarinnar á síðustu metrunum og fékk í staðinn verðlaus ástarbréf. Enginn seðlabanki hagaði sér þannig. Því varð gjaldþrot Seðlabankans margfalt verra en það þurfti að verða. Þannig gerði hann þjóðina næstum gjaldþrota. Þannig fer fyrir þjóð, sem gerir aflóga pólitíkus og vasaútgáfu af Mussolini að gæzlumanni gjaldeyrisins.