Gæzlumenn sérhagsmuna

Punktar

Ekki kemur á óvart, að Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson séu andvígir auðlindaskatti. Þeir staðfestu í vor, að þeir gæta hagsmuna kvótagreifa gegn almannahagsmunum. Þeir styðja hina ríku gegn almenningi, enda fæddir með silfurskeið í munni. Í ríkisstjórn um árabil höfðu flokkar þeirra bara áhuga á vinnu og veltu í tengslum við álver. Trössuðu að leggja auðlindaskatt á álverin til að binda hluta gróðans í samfélaginu. Þannig munu þeir haga sér, komist þeir til valda. Þeir munu gæta sérhagsmuna hinna fáu. Skrítið er, að samt vill fjöldi kjósenda leiða gæzlumennina til valda.