Íslenzkur landbúnaður er ekki sjálfbær. Hann leggur ekkert af mörkum til fæðuöryggis þjóðarinnar. Hann stöðvast um leið og skipaferðir stöðvast til landsins vegna hernaðar eða náttúruhamfara erlendis. Án díselolíu er hann dauður. Án tilbúins áburðar er hann dauður. Án erlendra landbúnaðarvéla er hann dauður. Að baki mjólkurfernu og lambakótilettu í matvörubúð er löng röð erlendrar framleiðslu. Sjálfbærni og fæðuöryggi eru ekki hugtök, sem hægt er að nota landbúnaði til varnar. Sjávarútvegur er ekki heldur sjálfbær. Gæti þó orðið það með því að finna upp íslenzkt eldsneyti fyrir fiskiskipavélar.