Látið Landspítalann í friði

Punktar

Meira verður ekki skorið niður á Landspítalanum. Frá hruni hefur þar verið skorið niður 23% og það er meira en nóg. Vanti 1,5% í viðbót, má ekki leita í þeim stofnunum, sem veita almenningi beina þjónustu. Velferðin má ekki bíða meiri hnekki. Hins vegar má skera duglega niður miðlægar stofnanir, sem blómstruðu á valdaskeiði Geirs Haarde. Sérstaklega þær, sem undanfarna mánuði hafa vakið athygli fyrir getuleysi og vandræðagang. Einkum eru þar Umhverfisstofnun og Útlendingastofnun. Þar eru líka Fangelsisstofnun og Matvælastofnun og fleiri slíkar. Skera má niður án þess að snerta velferð.