Límið í samfélaginu

Punktar

Óeirðir á götum vestrænna stórborga eiga sér eðlilegar skýringar. Helstefna frjálshyggjunnar hefur í tvo áratugi grafið undan samfélaginu. Blair-isminn í Bretlandi eyðilagði límið í samfélaginu. Hinir ríku urðu ríkari og hinir fátæku urðu fátækari. Bandaríkin hafa gengið lengst þessa braut og Bretar koma næst á eftir. Allur hagvöxtur síðustu tveggja áratuga hefur runnið til þeirra, sem mest mega sín. Stéttaskipting er orðin hvöss og gengur í ættir. Botninn skrapar öreigastétt ungs fólks utangarðs. Það hefur hvorki aðgang að né efni á menntun og fær enga vinnu. Hefur alls enga von, alls enga framtíð.