Áhorfandi og uppfyllingarefni

Punktar

Forstjóri Fjármálaeftirlitsins er einn hrunverja. Árin 2001-2002 sat hann fyrir hönd Landsbankans í stjórn tveggja glæpafyrirtækja. Hann segist bara hafa verið áhorfandi, ekki gerandi í glæpunum, eins konar uppfyllingarefni. Stjórnarmanni er þó skylt að amast við glæpum fyrirtækis. Samkvæmt lögum bera stjórnarmenn ábyrgð, en eru ekki uppfyllingarefni. Gunnar Andersen hefur sérkennilega siðlausa sýn á stöðu stjórnarmanna, sem hentar alls ekki forstjóra Fjármálaeftirlitsins. Siðlausir “áhorfendur” glæpa, sem telja sig “uppfyllingarefni”, eiga ekki að vera í valdastöðum brunaliðsins eftir hrun.