Brennuvargur dansar enn

Punktar

Guðlaugur Þór Þórðarson er enn í pólitík, furðulegt nokk. Brennuvargur úr hruninu, sem gerir hróp að brunaliðinu. Var milligöngumaður tugmilljóna mútugreiðsla viðskiptabankanna til Sjálfstæðisflokksins. Þær áttu að tryggja, að þáverandi ríkisstjórn léti bankana í friði. Guðlaugur Þór var þá heilbrigðisráðherra og fór þrjá milljarða króna fram úr fjárlögum á hverju ári. Á þeim tíma réð hið fullkomna ábyrgðarleysi ferðinni og Guðlaugur var þar fremstur. Eftir hrun ætti hann að vera hættur í pólitík. Samt dansar brennuvargurinn enn kringum brunaliðið, sakar það um seinvirkt slökkvistarf.