Formennska Bjarna Benediktssonar sýnir, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki lært af hruninu. Bjarni stóð framarlega í tveimur fyrirtækjum, sem voru illa rekin og lentu á ríkissjóði eftir hrun. Hann var stjórnarformaður í N1, sem olli skattgreiðendum milljarða og jafnvel tuga milljarða króna tjóni. Hann var líka framámaður í Sjóvá, Mætti og Vafningi, sem valda skattgreiðendum milljarða króna tjóni. Bjarni Benediktsson var einn af gerendum hrunsins. Vegna brasks hans hafa skattar verið hækkaðir og velferð þjóðarinnar rýrð. Formennska hans er hreinn og beinn dónaskapur gagnvart grátt leikinni þjóð.