Ríkisstjórnin fær lítinn stuðning í könnunum og stjórnarandstaðan fær líka lítinn stuðning. Fólk vill hvorki ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna né ríkisstjórn Sjálfstæðis og Framsóknar. Samt fær fjórflokkurinn alls um 70% alls fylgis í könnunum, þegar þeir eru taldir með, sem segja pass. Flokkurinn á 27%, Samfylkingin 17%, Vinstri grænir 13%, Framsókn 12%, Hreyfingin 2% og Bezti flokkurinn 0%. Þriðjungur kjósenda er opinn fyrir nýjum flokkum og er haldreipi okkar. Mikilvægt er, að vel takist til um ný framboð, svo við þurfum hvorki að þola vinstri stjórn né stjórn hrunverja.