Uppsöfnun og gegnumstreymi

Punktar

Frá því ég man eftir mér hefur verið deilt um uppsöfnun og gegnumstreymi í lífeyrissjóðum. Í umræðunni fór gegnumstreymi hallloka. Á því er einföld skýring. Aldurspíramídi þjóðarinnar breytist stöðugt. Starfandi fólki fækkar í hlutfalli við aukinn fjölda eftirlaunafólks. Á endanum verða gamlingjar fjölmennari. Með uppsöfnun hafa þeir fjármagn til að halda uppi veltu og vinnu í samfélaginu. Með gegnumstreymi verða of fáir til að borga kostnað af gamlingjum. Gegnumstreymi hrynur fyrir rest, en uppsöfnun er sjálfbær. Varið ykkur á pólitíkusum, sem vilja pissa í skóinn með að taka upp gegnumstreymi.