Erlendir jarðeigendur

Punktar

Eignarhald á jörðum er takmarkað með lögum. Nær ekki til auðlinda á borð við fossa og háhita. Ekki er heldur hægt að girða jarðir af og banna umferð um þær. Aldagömul lög eru fyrir umferðarrétti um einkalönd, síðast staðfest með náttúruverndarlögum frá 1999. Ótti manna við eignarhald útlendinga á jörðum er samt ekki ástæðulaus. Sumir slíkir eigendur vita ekki um lög og reglur og koma úr öðru umhverfi. Þeir hafa læst hliðum og sums staðar komizt upp með það. Harðara eftirlit þarf með eignarhaldi útlendinga á íslenzkum jörðum. Að öðru leyti er bara gott, að útlendingar eignist jarðir hér og byggi þær upp.