Því miður reyndist ekki innistæða fyrir loforði ríkisstjórnarflokkanna um þjóðareign á kvóta. Einstaka þingmenn þeirra eru hallir undir kvótagreifa, tengdir kvótagreifum eða í vinnu hjá þeim. Mestu máli skiptir þó, að Jón Bjarnason sérhagsmunaráðherra gróf undan fyrningartillögunni. Ekkert vit fæst í kvóta í samráði við samtök kvótagreifa. Því hefðu stjórnarflokkarnir orðið að höggva á hnútinn í andstöðu við þau. Nú er svo komið, að Jón og ríkisstjórnin hafa lagt fram bullfrumvarp, sem er í hróplegri andstöðu við bókfærða stjórnarstefnu og þjóðarviljann samkvæmt ítrekuðum skoðanakönnunum.