Ögmundur er ekki þakklátur

Punktar

Ögmundur Jónasson ráðherra réttir formanni sínum einn á snúðinn: “Ég er ekki í hópi þakklátra útskriftarnema úr skóla Alþjóða gjaldeyrissjóðsins”, segir hann í bloggi í nótt. Vísar óbeint til þakklætis Steingríms J. Sigfússonar við brottför sjóðsins. Ögmundur skýrir mál sitt þannig, að auðvelt er að vera honum sammála. Sjóðurinn sýndi aldrei neinn áhuga á velferð eða örlögum sjúklinga og öryrkja, allra sízt skattborgaranna. Bara áhuga á að auðmagnið fengi sitt. Varaði hins vegar við aðgerðum í þágu heimila. Ögmundur fagnar brottför sjóðsins. Vonar, að arfleifð hans festist ekki í sálarlífinu.