Goddur prófessor við Listaháskólann telur engan munu vita haus né sporð á Björk og Vigdísi Finnbogadóttur eftir þrjátíu ár. Því sé ekki ráð að reisa styttur af þeim fyrir túrista. Varanlegra sé að reisa styttur úr goðafræði og þá líklega af Freyju og Frigg. En endingartími á styttum má vera styttri en þetta, jafnvel bara fimm ár. Ýmsar styttur í Reykjavík eru af fólki, sem er ekki lengur í umræðunni, til dæmis af Bertel Thorvaldsen. Þær eru þá bara færðar á minna áberandi stað og nýjar settar í þeirra stað. Við þurfum að búa til ljósmyndaefni fyrir ferðamenn og þurfum ekki að tjalda til 30 ára.