Biðlund aumingja

Punktar

Biðlund Þingeyinga er að bresta, segir Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings. Eftir lýsingu hans að dæma bíða Þingeyingar með hendur í skauti eftir, að ríkisstjórnin útvegi þeim vinnu. Átakanlegasta dæmi um pilsfalda-kapítalisma, sem ég hef séð. Samkvæmt bæjarstjóranum gerist ekkert í Þingeyjarsýslum, nema ríkið útvegi vinnuna. Helzt við að byggja orkuver í Gjástykki og álver á Húsavík. “Biðin eftir atvinnuuppbyggingu er orðin býsna lönd, biðlundin er að verða anzi lítil”, segir hann. Geta þessir aumingjar ekki andskotast upp af rassinum og stofnað sprotafyrirtæki eins og aðrir?