Landsspítalinn þarf ekki meiri steypu í bili. Hann þarf peninga til að borga starfsfólki til að halda því vinnu. Hann þarf peninga fyrir tækjum til að leysa úrelt tæki af hólmi. Hann þarf peninga til að halda deildum opnum. Meðan svo er þarf hann ekki meiri steypu. Þótt Davíð Oddsson sé löngu hættur að misnota apparatið, er draugurinn af honum enn á ferli. Hátæknisjúkrahúsið svokallaða hefur öðlast sjálfstætt líf. Þótt nánast allir segi, að það sé tóm steypa, heldur það áfram að nálgast veruleikann. Deiliskipulag þess er nú komið á flot. Verði skrímslið ekki stöðvað, kaffærir það Landsspítalann.