Aðstoðaryfir-mannvitsbrekka

Punktar

Árni Þór Sigmundsson segist vera aðstoðaryfir-lögregluþjónn. Nánast í sömu málsgreininni segir hann hafa lokið rannsókn á au-pair málinu og segist samt alls ekki hafa rannsakað það. Virðist vera dæmigerð lögga. Málið er, að bófi með gistiheimili fékk sér au-pair stúlku frá Þýzkalandi. Þrælaði henni út í vinnu fyrir 300 krónur á tímann. Óviðkomandi fjölskylda skaut síðan yfir hana skjólshúsi. Mannvitsbrekka löggunnar sá ekkert saknæmt við meðferðina á barninu. Enda segist hún ekki hafa rannsakað málið, bara leyfi bófans til rekstrar gistiheimilis. Frábært er að mannvitsbrekkur vaki yfir réttlætinu.