Forsetinn fiskar í þjóðrembu

Punktar

Forseti Íslands slær ekki slöku við sögufalsanir. Í dag hrósar hann Indlandi og Kína fyrir stuðning í hruninu og skýtur föstum skotum að Vesturlöndum af sama tilefni. Sakar hann Vesturlönd um “gerningaveður” gegn Íslandi, bæði þá og einnig núna í tengslum við kaup Huang Nubo á Grímsstöðum. Ég hef ekki séð neitt af hvorugu þessu gerningaveðri. Enda er forsetinn að venju að fiska í gruggugri mýri þjóðrembunnar. Hann skeytir þar engu um staðreyndir. Vestrænn Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn kom okkur til hjálpar með aðstoð Norðurlanda og Póllands. Furðulegur rógur Ólafs Ragnars um útlönd er að venju úti í mýri.