Fáum kemur á óvart samstarf bandarísku CIA og brezku MI6 leyniþjónustanna við leyniþjónustu Gaddafis í Líbýu. Líkur sækir líkan heim. Engilsaxneskar leyniþjónustur hafa alltaf leitað samstarfsaðila meðal sjúkustu bófanna í ríkjum þriðja heimsins. CIA flutti fólk í fangaflugi til Líbýu og tók þátt í yfirheyrslum yfir því. Viðamikil gögn um þetta allt fundust í höfuðstöðvum líbýsku leyniþjónustunnar, þegar uppreisnarmenn komu þangað. Þúsundir skjala sýna náið samstarf bófa Vesturlanda við bófa Gaddafis. Leyniþjónustur á Vesturlöndum eru glæpahópar, sem hafa losað sig undan borgaralegu eftirliti.