Sem forsætisráðherra í mörg ár fyrir hrun og í hruninu bar Geir H. Haarde mikla ábyrgð. Sem forsætis bar hann meiri ábyrgð en aðrir ráðherrar. Sá eini, sem bar meiri ábyrgð, er Davíð Oddsson. Deila má um, hversu margir eigi að sæta ábyrgð fyrir Landsdómi. En málið gegn Geir verður ekki ómerkara af þeirri ástæðu, að fleiri ráðherrar ættu að sæta ábyrgð. Geir berst um á hæl og hnakka í tækniatriðum málsins. Reynir að fá málinu vísað frá dómi af hverri tæknilegu ástæðunni á fætur annarri. Vill greinilega ekki efnisdóm, þótt hann hafi í upphafi sagzt fagna efnisdómi. Að venju er hann marklaus.