Svartur dagur í sögunni

Punktar

Alþingi ákvað í dag að hunza Árósasamninginn, sem öll Evrópuríkin samþykktu fyrir fjölmörgum árum. Að frumkvæði formanns umhverfisnefndar var fellt burt mikilvægasta ákvæði hans. Almenningur getur ekki kært ákvarðanir stjórnvalda nema hafa svokallaða “lögvarða hagsmuni”. Án þess ákvæðis er þetta enginn Árósasamningur, heldur bastarður, sem gerir náttúruvernd að einkaleiksoppi hagsmunaaðila. Þannig afgreiddi Alþingi málið. Þýðir, að Árósasamningurinn var hunzaður. Með atkvæðum allra þingmanna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Svartur dagur í sögu náttúruverndar á Íslandi og Marðar Árnasonar.