Heftum aðgang kristilegra

Punktar

Viðstöðulaust leka fréttir af kynferðislegu áreiti forstöðumanna kristilegra safnaða. Lútersku þjóðkirkjunnar sem og kristinna sértrúarsafnaða. Hvernig stendur á þessu kristilega áreiti? Get skilið það hjá kaþólikkum, þar sem prestar þurfa að lifa einlífi. En hjá hinum söfnuðunum? Skýringin er líklega þessi: Til forustu í söfnuðum veljast karlar með mikinn sannfæringarkraft. Þeir ná valdi yfir fólki. Þeir hitta fólk, sem á bágt, og verða sálusorgarar þess. Þeir starfa með börnum. Þaðan er stutt yfir í misnotkun valds. Setja þarf upp kynóraeftirlit með kristilegum og hefta aðgang þeirra að skólum.