Siðferðishrunið mikla

Punktar

Íslenzka hrunið 2008 var risavaxið. Ekki bara bankahrun, líka siðferðishrun. Þá hrundi pólitík frjálshyggjunnar um eftirlitslausan rekstur bankanna. Þá hrundi Seðlabanki Davíðs Oddssonar, er reyndist gersamlega ófær um að skilja upp né niður í neinu. Líka hrundi ríkisstjórn Geirs H. Haarde, sem reyndist alveg ófær um að skilja aðvífandi óveðursský. “Þáverandi ríkisstjórn bar ekkert skynbragð á það sem var að gerast á mörkuðum á þessum tíma,” segir Robert Z. Aliber prófessor. Þannig var þetta siðferðishrun frjálshyggjunnar, Flokksins, Davíðs og Geirs, samanber níu bindi Sannleiksskýrslunnar.