Of miklar hömlur

Punktar

Greiningardeild er tæpast marktæk, ef hún telur verkföll og óeirðir hamla erlendum fjárfestingum á Íslandi. Meira mark er takandi á Efnahags- og þróunarstofnuninni, er bendir á of miklar fjárfestingarhömlur, ótryggt gengi krónunnar og gjaldeyrishöft. Ríkisstjórnin á erfitt með að ákveða sig, tefur mál og tekur geðþóttaákvarðanir. Dæmi um það er meðferð innanríkisráðherra á máli Grímsstaða á Fjöllum. Hér þarf að koma upp föstu og skýru regluverki um erlendar fjárfestingar. Þáttur í því er nýja rammaáætlunin um orkuver. Hún er vonandi upphaf af meiri hraða og festu í viðbrögðum ríkisvaldsins.