Með ýmsum hætti ferðast menn með laus hross í óbyggðum. Sumir sækjast eftir spenningi, sem fylgir vandamálum, hafa gaman af að leysa aðsteðjandi vanda. Aðrir sækjast eftir erfiðislausum ferðum, einkum ef reynslulítið fólk er með í ferð. Þannig ferðast fararstjórar Íshesta og Eldhesta. Fararstjórar hinna fjölmennu Fáksferða hafa líka ferðast þannig um áratugi. Þar hefur safnast upp góð þekking á fyrirbyggjandi aðgerðum. Þessi þekking hefur verið skráð. Hún mun birtast í formála bókar minnar, Þúsund og ein þjóðleið, sem kemur út fyrir næstu jól. Þar geta reiðmenn lært að ferðast erfiðislaust um óbyggðir.