Lögbýlisréttur þrengdur

Punktar

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hyggst taka lögbýlisrétt af jörðum í ferðaþjónustu og hrossajörðum. Hefur smíðað um það lagafrumvarp. Reynir þar að færa íslenzkan landbúnað hundrað ár aftur í tímann. Og reynir um leið að hindra nútímavæðingu. Afturhald og heimska tröllríða ráðuneytinu í þessu sem öðru. Sveitirnar þurfa aukna fjölbreytni í atvinnulífi sínu, en ráðuneytið reynir að takmarka svigrúmið. Þarna er ekki bara Jón Bjarnason ráðherra að verki, heldur einnig ráðuneyti hans í heild. Það hefur lengi gætt hagsmuna vinnslustöðva matvælaframleiðslu og vill ryðja öðrum landbúnaði til hliðar.