Mistök tveggja manna

Punktar

Fjármálastefna Íslands fyrir hrun var hluti af helför frjálshyggjunnar um Vesturlönd. Íslenzka útgáfan var óvenju eindregin, oft kölluð davíðska. Fól í sér taumlaust frelsi banka. Hrunið hér varð allt annað og meira en kreppan erlendis. Sjálfur seðlabankinn fór á hausinn, mest fyrir einleik Davíðs Oddssonar, einkum í kaupum á verðlausum ástarbréfum bankanna. Geir Haarde jók vandann með því að halda uppi lygavef um, að allt léti að stjórn. Þegar blaðran sprakk, var hún orðin margfalt stærri en hún þurfti að vera. Alls leiddu mistök Davíðs og Geirs til rúmlega þúsund milljarða tjóns ríkissjóðs.