“Því verr þykir mér sem oss muni duga heimskra manna ráð, er þau koma fleiri saman.” Svo segir í Laxdælu. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru ágætt dæmi um vanda við heimskra manna ráð. Markmið þeirra er lýðræði, en ekki skynsemi. Þær eru lýðræðislega nauðsynlegar, en leiða yfirleitt til skelfilegra niðurstaðna. Samanber síðustu atkvæðagreiðslu um IceSave. Þar ákvað þjóðin að taka á sig stórfellda áhættu á hundraða milljarða tjóni í málaferlum. Í stað öruggra og endanlegra samninga, sem hefðu leitt til tjóns upp á núll krónur. Heimskra manna ráð eru herkostnaðurinn við að halda uppi beinu lýðræði í samfélaginu.