Ímynduðu verðgildi breytt í fé

Punktar

Í blöðruhagkerfi Davíðs og Geirs var lofti pumpað í verðmæti. Kvóti upp á einn milljarð fór kaupum og sölum upp í tíu milljarða. Þetta var blaðra, sem hlaut að springa og hún sprakk. Þeir, sem höfðu vit á að selja sig út úr vítahringnum áður en blaðran sprakk, breyttu ímynduðu verðgildi í peninga. Skiptu níu milljörðum af lofti í níu milljarða af fé. Stálu líka skattinum. Sá, sem situr uppi með skuld upp á tíu milljarða, fær síðan ofur-afskrift í banka til að standa undir skuldinni. Afskriftin kemur af fé, sem ríkið lagði í nýja banka til að halda þeim á floti. Almenningur borgar blöðru-ruglið.