Evran hefur það ágætt

Punktar

Evran hefur það ágætt. Hækkaði í verði í síðustu viku. Minningargreinar um gjaldmiðilinn eru því ótímabærar. Evrópusambandið hefur hins vegar engan kvóta í almenningsálitinu. Menn leggja allt út á versta veg, samstarfið og gjaldmiðilinn. Þess vegna yfirgnæfa vondu fréttirnar þær góðu. Samstarf Evrópu og gjaldmiðill Evrópu munu lifa þetta af eins og hvern annan storm í vatnsglasi. Hingað til hefur Evrópusambandið hrakizt frá einni krísunni til annarrar, áratugum saman. Alltaf hefur það sloppið fyrir horn á síðustu metrunum og staðið sterkara eftir. Sambandið og evran eru komin til að vera.