Brjótum fullveldi bankanna

Punktar

Mikilvægasta verkefni ríkisstjórna um allan hinn vestræna heim er að brjóta fullveldi bankanna á bak aftur. Bankar verða hér eftir að ábyrgjast sig sjálfir. Ríkisábyrgðir á bönkum eru út í hött, eins og bankar haga sér. Þar á ofan þarf að skattleggja banka fyrir vandræðum, sem þeir valda ríkinu. Áætlaður bankaskattur hér á landi er bara brot af því, sem þarf að leggja á banka. Líka þarf að afnema bankaleynd. Í skjóli hennar hafa bankar komizt upp með ótrúlegt svindl og svínarí. Almennt séð þurfa ríki að ná fullveldi sínu úr höndum bankanna. Burt með ríkis-pilsfaldinn og látum bankana gossa.