Þeir biðji þjóðina afsökunar

Punktar

Ég sé ekki, að ást og friður verði í samfélaginu meðan Sjálfstæðisflokkurinn afneitar fortíð sinni. Meðan hann afneitar Sannleiksskýrslunni. Meðan hann telur íslenzka hrunið vera anga af alþjóðlegri kreppu. Meðan fjórðungur þjóðarinnar hyggst kjósa flokk í afneitun. Meðan hugmyndafræðingar flokksins eru önnum kafnir við að falsa söguna. Við þurfum á vöku okkar að halda, því að Sjálfstæðisflokkurinn reynir að stinga okkur svefnþorni. Ást og friður kemst ekki á fyrr en Flokkurinn játar aðild sinna manna á hruninu og biður þjóðina afsökunar. Þremur árum eftir hrun bólar ekki enn á neinu slíku.