Ásta hellir olíu á eld

Punktar

Aðeins greindarskertum getur dottið í hug að færa setningu Alþingis fram um hálfan fjórða tíma. Margir munu túlka það sem flótta Alþingis frá þjóðinni. Hvorki Helgi Bernódusson né Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir hafa neinn kvóta af trausti til að sóa í svona tilfærslu. Enda eru varnir Ástu þess eðlis, að þær hella bara olíu á eldinn. Lengi hefur verið ljóst, að yfirmenn Alþingis eru ófærir um að gegna störfum sínum, Helgi ekki síður en Ásta. Í viðkvæmum kringumstæðum verður slíkt fólk að reyna að halda ró sinni. Og láta jafnvel sem ekkert sé. Tilfærsla á setningu Alþingis er dæmi um dómgreindarbrest.