Kapítalismi aumingjanna

Punktar

Íslenzkur kapítalismi á ekkert skylt við kredduna. Alinn upp í Fjárhagsráði, þar sem viðskiptum landsmanna var skipt nákvæmlega milli Sambandsins og heildsala. Fínslípaður í kvótakerfi sjávarútvegs, þar sem kvótagreifum var afhent þjóðarauðlindin. Og þeir veðsettu hana upp í rjáfur. Kapítalisminn hér á landi hefur aldrei við partur af samkeppni eða markaðslögmálum. Hann er samsæri aumingja um að misnota aðstöðu sína, stela peningum þjóðarinnar og syngja í grátkórum. Hér á landi er nánast engin samkeppni. Heldur er samfellt okrað á fólki, afrakstrinum stolið undan og hann fluttur úr landi.