Sköpunartilgátan er eyland

Punktar

Rangt er að tala um sköpunarkenninguna sem andstæðu þróunarkenningarinnar. Hin síðari er vísindaleg kenning, sem reynslan hefur staðfest. Hún er grundvöllur annarra kenninga, sem einnig hafa verið staðfestar. Hins vegar er sköpunarkenningin ekki kenning, sem hægt er að skoða, staðfesta eða hafna, Né heldur er hægt að byggja neinar vísindalegar kenningar á henni. Hún er bara tilgáta, sem hefur ekkert framhald, leiðir ekki til neinna vísinda. Þannig væri hægt að tala um þróunarkenningu og sköpunartilgátu. Fáránlegt væri að kenna sköpunartilgátuna í skólum sem kenningu í vísindum.