Heimska og tröllheimska hafa ráðið nokkru um gang veraldarsögunnar. Frægt er, þegar Trójumenn hleyptu risavöxnum timburhesti inn fyrir borgarmúrana. Frægur er Borgia-páfinn, sem með framkomu sinni framkallaði mótmælendatrú. Líka Georg III Bretakonungur, sem með framkomu sinni framkallaði uppreisn Bandaríkjanna. Við munum galdrabrennurnar. Sjáum í bókabúðum raðir af bókum um matarkúra, í heilsuræktarbúðum raðir af dósum með snákaolíu. Frægustu íslenzku heimskudæmin eru Davíð sem seðlabankastjóri og Geir sem forsætis. Í fullvissu um eigin yfirburði keyrðu þeir kerfi og þjóð lóðbeint á hausinn.