Skref fyrir skref

Punktar

Evrópusambandið er að samþykkja skatt á fjármagnsflutninga. Bara Bretar eru andvígir. Brýnasta skref mannkyns í að koma böndum á banka. Með yfirgnæfandi meirihluta samþykkti þýzka þingið stækkun neyðarsjóðs Evrópusambandsins í þágu bágstaddra ríkja. Evrópuþingið samþykkti bann við miklum hallarekstri Evrópuríkja. Evrópusambandið féllst á, að gefa þurfi Grikkjum eftir helming ríkisskuldanna. Enn er deilt um, hverjar verði afskriftir bankanna, sem misstu fótanna í lánum til Grikklands. Þannig er Evrópusambandið skref fyrir skref að feta sig í átt til nýs og betra fjármálakerfis álfunnar.