Löggan fitjaði í gær upp á þeirri nýjung að gefa einkunnir. Verðir laganna töldu súrt að vernda þingmenn milli dómkirkju og þinghúss. Væntanlega verður framhald á slíkum einkunnum. Þannig mun löggan næst upplýsa okkur um, hvort súrt sé að draga Lalla sjúkraliða af stéttinni við bandaríska sendiráðið. Hún mun líka upplýsa, við hvaða aðstæður sé súrt að gæta öryggis kínverskra valdamanna í heimsókn. Ennfremur mun hún upplýsa, hvort súrt sé að handtaka hælisleitendur og reka þá í járnum úr landi. Mér finnst líklegt, að löggunni finnist flestur þessi fasismi vera ánægjuleg vinna. Peningalega og andlega.