Jóhann Hauksson blaðamaður hefur skrifað ágæta bók um spillingu, Þræðir valdsins. Rifjar upp fræðilegar skilgreiningar á ýmsum þáttum spillingar. Og heimfærir þær upp á aðstæður og atburði á Íslandi á síðustu árum, einkum í aðdraganda hrunsins. Þar kemur fram, að flestir þættir spillingar grasseruðu hér á landi á valdaskeiði Davíðs Oddssonar og eftirmanna hans. Þar á meðal kunningjaveldi, aðstöðubrask, leyndarhyggja, ráðning opinberra starfsmanna, og svo framvegis endalaust. Meðan flestir Íslendingar trúðu, að landið væri án spillingar, var landið að verða eitt allra spilltasta vestræna landið.