Fituskattur og sykurskattur

Punktar

Fituskattur var lagður á feit matvæli í Danmörku í síðustu viku. Leggst meðal annars ofan á verð á smjöri og olíu, hamborgurum og frönskum. Áður var þar kominn skattur á sætindi og gosdrykki. Markmið skattsins er að draga úr neyzlu óhollra matvæla fremur en að afla tekna. Við eigum að taka Dani okkur til fyrirmyndar á þessum sviðum. Þungur verður samt róðurinn hér, því að hagsmunir ríkisverndaðra gælufyrirtækja eru víða í húfi. Hér er ekki einu sinni skilgreindur viðbættur sykur á umbúðum matvæla. Það er til að þóknast sykurkónginum Mjólkursamsölunni, sem er stærsti sykurinnflytjandi landsins.