Hefðbundinn og veikur

Punktar

Siv Friðleifsdóttir og Eygló Harðardóttir bökuðu sér reiði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Í síðasta mánuði lögðu þær fram sáttatillögu í deilum um stjórnarráðsfrumvarpið. Svoleiðis er aldeilis ekki að skapi formannsins með silfurskeiðina frá Kögun. Hann vill fylgja yfirlýstri formúlu Davíðs frá stjórnarandstöðu í Reykjavík í gamla daga: Vera alltaf skipulega á móti öllu og hafa allt á hornum sér, þótt maður sé undir niðri samþykkur. Siv og Eygló var refsað með því að reka þær úr þingnefndum sínum. Sigmundur Davíð er afar hefðbundinn, veikur formaður, sem reynir árangurslaust að deila og drottna.