Hlegið að Íslendingum

Punktar

Enn er verið að gera grín að Íslendingum. Michael Lewis gerði það í vikunni í víðfrægum viðtalsþætti Charlie Rose á Bloomberg. Lewis lýsti íslenzkum útrásarvíkingum sem algerum fálkum. Þeir ímynduðu sér, að þeir væru klárari en allir aðrir. Lewis og Rose hlógu dátt að ýmsum dæmum um snilli þeirra í fjármálum. Svo og að forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, klappstýru útrásarinnar. Sem úti um heim hélt fram furðulegri kenningu um meðfædda hæfni Íslendinga til að sigra útlandið í fjármálum. Allt stuðlaði þetta að kolbrenglaðri sjálfsmynd þjóðar, sem áður var sliguð af minnimáttarkennd.